Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands verður haldið á Hótel Selfoss þann 1. nóvember næstkomandi. Nánari dagskrá verður birt fljótlega. Um er að ræða borðhald þar sem boðið verður upp á m.a. forrétti og steikarhlaðborð. Þeir sem hafa áhuga á að bóka sér gistingu er bent að hafa samband við hótel Selfoss sem fyrst.
Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun allra stiga, 1., 2. og 3 stig, hefst mánudaginn 15. september næstkomandi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Skráning fer fram á Abler: http://www.abler.io/shop/isi Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka. Þeir sem ekki hafa skráð sig […]
Úrslit 4. Umferðar Íslandsmótsins í Torfæru – Stig til Íslandsmeistara. Við útgáfu úrslita í 4.umferð Íslandsmótsins í Torfæru sem að fram fór á Blönduósi voru keppendur saman í 4-5 sæti og 9-10 sæti. Bráðabirgðaúrslit voru birt með fyrrgreindum hætti og voru ekki gerðar athugasemdir við þau innan gefins kærufrests. Grein 4.7 í keppnisgreinareglum Torfæru sem […]
Lyfjaeftirlit Ísland er að kynna nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþróttum, sem má finna á heimasíðu ADEL (Anti-Doping E-Learning). Nú er hægt að skrá sig á netnámskeið á íslensku sem er sérsniðið fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, 16 ára og eldri. Nálgast má námskeiðið hér: https://adel.wada-ama.org/learn/learning-plans/177/adel-fyrir-haefileikarikt-ithrottafolk-talicelandic Námskeiðinu er skipt í átta (8) hluta og eru […]
Síðast liðinn sunnudag hélt Kvartmíluklúbburinn uppá 50 ára afmæli sitt. Á afmælishátíð Kvartmíluklúbbsins voru útnefndir 3 nýir heiðursfélagar, Jóhann A Kristjánsson, Valur Jóhann Vífilsson og Sigurjón Andersen en þeir bættust í hóp heðursfélaganna Örvars Sigurðssonar, Sigurjóns Birgis Ámundasonar og Pálma Harðarsonar. Hér má sjá mynd af hluta stofnendum Kvartmíluklúbbsins Við óskum Kvartmíluklúbbnum innilega til […]
Stjórn samþykkti beiðni frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur (BÍKR) um breytingu á keppnisdagatali. Rally Reykjavík átti að fara fram daganna 14-16 ágúst enn fer fram daganna 15-17 ágúst.
Kvartmíluklúbburinn fellur niður keppni sem átti að vera laugardaginn 21 júní vegna fárra skráningar. Þeir sem voru skráðir í keppnina þeirra skráningar færast í keppnina sem er skráð 19 júlí 2025.
Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst mánudaginn 9. júní næstkomandi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Skráning fer fram á Abler: http://www.abler.io/shop/isi Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka. Þeir sem […]
Stjórn samþykkti á stjórnarfundi þann 3 júní beiðni frá Bílaklúbbi Akureyrar að færa 3 umferð Íslandsmótsins sem var skráð laugardaginn 19 júlí yfir á sunnudaginn 20 júlí.