Á síðasta ársþingi var lagður grunnur að því að slysatryggingar væru hluti af því sem keppnisskírteini AKÍS gæfi.
Þannig væri kostnaður við skráningu í fyrsta sinn á keppnistímabilinu hærri, en keppendur væru upp frá því slysatryggðir í keppnum á vegum AKÍS. Hér er aðeins um að ræða grunn slysa- og dánartryggingar þannig að keppendur eru hvattir til að huga að þessum málum.
Í framhaldi af því samdi AKÍS við danskt tryggingarfélag um þessar tryggingar. Á þessu keppnistímabili eru keppendur þannig rukkaðir sérstaklega í fyrsta skipti sem keppt er á árinu um "Árgjald keppnistryggingar".
Hér er hægt að lesa nánar um skilmála tryggingarinnar:
POLICY - Accident insurance - 9595119931 - pr. 27.04.17