Þann 4. nóvember næstkomandi stendur Íþróttamannanefnd ÍSÍ fyrir námskeiði um gervigreind og hvernig hún getur nýst afreksfólki í sinni íþrótt. Skráning fer fram hér en skráningu lýkur 1. nóvember. Magnús Smári Smárason mun sjá um námskeiðið en hann er fjölhæfur sérfræðingur með bakgrunn í neyðar- og viðbragðsþjónustu, lögfræði og gervigreind. Sem virkur íþróttamaður frá barnæsku hefur hann […]
Núna þessa daganna eru að fara fram Motorsport Games 2024. Keppni á milli þjóða. Alls eru í kringum 700 keppendur skráðir á leikanna í tuttugu og tveim keppnisgreinum. Keppnin að þessu sinni fer fram í Valencia á Spáni. Við hjá Akstursíþróttasambandinu erum að taka þátt í leikunum í annað skipti. Þetta árið með tvö […]
Styrkveitingar sem bárust Stjórn AKÍS óskaði eftir umsóknum vegna styrkveitingar. Alls bárust tvær styrktarumsóknir til barna og unglingastarfs: Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar - Kappaksturshermir Bílaklúbbur Akureyrar - Ökunámskeið í Rallycrossi (kaup á öryggisbúnaði) Til tækja og uppbyggingar bárust sex umsóknir: Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar - Kaup á talstöðvabúnaði Kvartmíluklúbburinn - Upptöku og útsendingarbúnaður Torfæruklúbburinn -Kaup á hátalarakerfi Bílaklúbbur Akureyrar […]
Netkosning: Akstursíþróttafólk ársins 2024! Tilnefningar keppnisráða til akstursíþróttafólks ársins 2024 Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu sem finna má hér eða neðst í þessari færslu, þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði sitt einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð hefur tilnefnt. Netkosningu lýkur á miðnætti 1. nóvember n.k. Tilnefning frá […]
Um helgina fer fram síðasta rallycross keppni sumarsins rednek bikarmótið. Keppnin fer fram bæði laugardag og sunnudag. Hægt er að nálgast upplýsingar á viðburði keppnarinnar: https://www.facebook.com/events/1037988547550642/?ref=newsfeed
Nú fer að líða að opnað verður fyrir kosningar vegna kjörs á akstursíþróttafólk ársins 2024. Minnum á að keppnisráð þurfa að vera búin að senda inn tilnefningar síðasta lagi 12 október næstkomandi. Meðfylgjandi greinagerð um tilnefninguna ásamt mynd af viðkomandi ökumanni.
Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands verður í Vitinn Mathús á Akureyri þann 9. nóvember næstkomandi. Nánari dagskrá verður birt fljótlega. Um er að ræða borðhald þar sem boðið verður upp á m.a. forrétti og steikarhlaðborð. Miðaverð er 8.900 kr. Vinsamlegast skráið ykkur hér og tilgreinið fjölda miða.
Stjórn AKÍS auglýsir eftir umsóknum um styrki seinni úthlutun. Hægt er að sækja um styrki vegna verkefna innan tveggja flokka. Tækjakaup og uppbygging: Heildarfjárhæð til úthlutunar í þessum flokki er kr. 1.500.000 en hámarksstyrkur til hvers verkefnis er kr. 500.000. Minnt er á að samkvæmt 6. grein reglna AKÍS um úthlutanir styrkja þá er styrkupphæðin […]
Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun allra stiga hefst mánudaginn 16. september næstkomandi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Skráning fer fram á Abler: http://www.abler.io/shop/isi Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka. Þeir sem ekki hafa […]