Þriðja umferð íslandsmótsins í Drift verður haldin laugardaginn 5. Júlí.
Það er Drift deild AÍH sem heldur keppnina og verður hún keyrð á Akstursbraut AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. (gamla rallýkrossbrautin). 11 keppendur hafa skráð sig og þetta stefnir í æsispennandi keppni enda baráttan um Íslandsmeistara titilinn í fullum gangi.
Dagskrá:
Kl. 13:00 hefst undankeppni
Kl. 14:00 hefst svo útsláttarkeppnin sjálf.
Frítt er inn á viðburðinn fyrir áhorfendur.