Fjórða umferð Íslandsmeistaramótsins í Torfæru var haldin síðastliðin laugardag í Jósepsdal. Keppnin sjálf var mjög krefjandi og sumar brautirnar voru frekar skuggalegar fyrir keppendur. Allt í allt voru 12 keppendur. 4 Götubílar og 8 sérútbúnir. En það vantaði ekki áhorfendafjöldan, sem náði rétt upp í eitt þúsund manns. Þetta var svo sannarlega tilþrifamikil keppni og var að sjá gríðarleg stökk, veltur og ótrúlega ökuleikni.
Hérna eru úrslitin úr 4 umferð Íslandsmeistaramóts.
Götubílar
Steingrímur Bjarnason Strumpurinn 1910
Eðvald Orri Guðmundsson Pjakkurinn 1826
Ívar Guðmundsson Kölski 1826
Sævar Már Gunnarsson Bruce Willys 1787
Sérútbúnir
Snorri Þór Árnason Kórdrengurinn 1450
Valdimar Jón Sveinsson Crash Hard 1075
Ingólfur Guðvarðason Katla Turbo Tröll 941
Elmar Jón Sveinsson Heimasætan 840
Gísli Sighvatsson Kubbur 827
Svanur Örn Tómasson Insane 725
Helgi Gunnarsson Gæran 680
Haukur Einarsson Taz 360
Benedikt Helgi Gunnarsson Hlunkurinn 0
Svanur Örn Tómasson fékk tilþrifaverðlaunin í sérútbúnum og Steingrímur Bjarnason í götubílum.
Ingólfur Guðvarðason nældi sér einnig í titilinn ''Veltu Kóngur'' fyrir tvær veltur sem voru frekar harkalegar. En hann var ekki á sínum eigin bíl heldur fékk hann Kötlu Turbo Tröll i láni vegna þess að bílinn hans náði ekki að lagast fyrir þessa keppni.
Tvær síðustu umferðar Íslandsmótsins í torfærunni fara fram á Akureyri helgina 16. og 17. ágúst næstkomandi. Samhliða því verður keppt á FIA/NEZ-meistaramótinu en það mót jafngildir heimsmeistaramóti. Er von á níu ökumönnum frá Noregi til þeirrar keppni og verið er að vinna í því að fá einnig Svía og Finna til að koma. Útlit er því fyrir mikla torfæruveislu á Akureyri þessa tilteknu helgi.
Torfæruklúbbur suðurlands vill þakka fyrir sig og einnig hrósa sjálfboðaliðum sem komu og hjálpuðu með keppnina.