Akstursíþróttamaður ársins 2012 - Kjör

3.11.2012

Hilmar Bragi Þráinsson var kjörinn Akstursíþróttamaður ársins hjá Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ tilkynnti valið og afhenti Hilmari verðlaunabikar af þessu tilefni. Verðlaunaafhendingin fór fram á laugardaginn í Officeraklúbbnum í Keflavík á lokahófi akstursíþrótta.

Mynd: GamliFeitiBitriGaurinn (sjá viðhengi)

Hilmar Bragi Þráinsson hefur verið mjög virkur íþróttamaður í mótorsporti í mörg ár og hefur unnið til fjölda verðlauna í Rally og Rallycross keppnum. Má nefna að hann er Íslandsmeistari í Rallý 2012 og var Íslandsmeistari bæði í Rallycrossi og Rally árið 2009 og árið 2011 í sínum flokki. Einnig hefur Hilmar verið mjög öflugur í félagsstarfsemi og uppbyggingu á mótorsporti í Hafnarfirði. Hilmar er búsettur í Hafnarfirði og er með sitt eigið fyrirtæki í Hafnarfirði. Hilmar hefur verið valinn akstursíþróttamaður AÍH 2009.

Hilmar er Íslandsmeistari í rally og rallycrossi mörg síðustu ár:

  • Rally 2012
  • Rally 2011
  • Rallycrossi Krónu flokki 2011
  • Rallycrossi 2000 flokki 2009
  • Rally 2000 flokki 2009
  • Rally Jeppa flokki 2007
  • Rally Nýliða flokki 2004
  • Rallycrossi 2000 flokki 2003

Hilmar B. Þráinsson - Akstursíþróttamaður ársins 2012