Fjórða og Síðasta Umferð Íslandsmeistaramóts í Drifti

7.8.2014

Fjórða og þar með síðasta umferð íslandsmótsins í Drift verður haldin laugardaginn 9. Ágúst.

10356367_550036715114099_4906552508160789854_n

Það er Drift deild AÍH sem heldur keppnina og verður hún keyrð á Akstursbraut AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. (gamla rallýkrossbrautin).

10 keppendur hafa skráð sig og það stefnir í æsispennandi keppni enda skilja aðeins 12 stig að þá þrjá efstu og nóg af stigum í pottinum.
Ekki missa af æsispennandi úrslitakeppni!

Dagskrá:
Kl. 13:00 hefst undankeppni
Kl. 14:00 hefst svo útsláttarkeppnin sjálf.

Frítt er inn á viðburðinn fyrir áhorfendur.