Úrslit: 4 og síðasta umferð Íslandsmeistara móts í Rallycrossi

25.8.2014

Stuðið var mikið og hörku barátta um 1-2 og 3 sætið og Íslandsmeistara titillinn í öllum flokkum nema 2000 flokki þar sem einungis 2 voru skráðir og telst þá flokkurinn ekki til íslandsmeistara móts, svo vitað var fyrir þessa keppni hver yrði íslandsmeistari í þeim flokki og hægt er að sjá hér inni http://www.ais.is/stadan/rallycross/rallycross-2014/ alla þá sem hafa keppt og þau stig sem þeir hafa fengið. Ég læt fylgja með í viðhengi tímatöku, sæti, stöðu og hverjir fengu titillinn Íslandsmeistari árið 2014.

Í unglinga flokk varð næstum því Ásta Valdís í fyrsta sæti en missir bílinn og Yngvi Rúnar lendir smá á henni svo hún snýst og endar í síðasta sæti, sem var ekki spennandi fyrir hana þar sem hún hefði getað náð 1 sætinu.

Í 4x4 króna Alexander er í 1 sæti en missir bílinn sinn og kemur Sigurbjörn á mikilli ferð og tekur ekki eftir Alexander og lendir þar með á Alexander. Þetta gerist í úrslita riðlinum og heppnin var með Alexander að hann nær að rétta bílinn og ná á undan Sigurbirni og heldur þar með 1. sætinu.

Í 2000 flokki var Skúli og Ragnar og fengu þeir að keyra með 4x4 krónu flokk, enn það bilaði eitthvað hjá Ragnari svo hann náði bara tímatökunni svo Skúli var tæknilega séð að keppa við sjálfan sig eða til gamans 🙂

Í opna flokknum var Viðar Finnsson með bestu störtin enn í úrslitum var hann svo svakalega spenntur að hann þjófstartaði og var ræstur síðastur. Svo Valur landaði 1. sætinu.

Þetta er annað árið í röð hjá Gunnars Viðarssonar sem íslandsmeistari og annað skiftið sem Alexander Már Steinarsson hreppir Íslandsmeistara titillinn síðast var það árið 2012.

Kjartan Guðvarðarson og Skarpheðin Aron Kjartansson eru feðgar og er þetta í fyrsta skipti hjá þeim báðum sem íslandsmeistarar.

Kv Íris Dögg Ásmundsdóttir formaður RCA rallycross deildar.

10647177_780642875310926_8913736376063872777_n 10647177_780644788644068_6163458896772515602_n 10649569_780648428643704_5612557426961711654_n 10646847_780648288643718_362382394722416986_n[1] 10646847_780648288643718_362382394722416986_n 10636034_780648578643689_6312646757501237592_n 10635958_780646791977201_1380815943845138330_n 10629752_780642941977586_8697477242241577338_n 10629561_780643411977539_4870066277293640311_n 10624940_780646728643874_8582542230177128111_n 10616425_10204474002680726_5214181232712591220_n 10616227_10204473998600624_4768352599424850757_n 10616390_780646695310544_8999012014873311015_n 10576916_780648168643730_2184872057110607654_n 10614290_10204474002000709_3154627415114933996_n 10565171_780648658643681_6818864653098376954_n 10557154_780642858644261_9088204186534902651_n 10455171_780648508643696_1687191970803565378_n 10380274_10204473998560623_7406321543377244425_n 10288765_780644858644061_6670171412255484491_n

3S7C1974 3S7C2017 3S7C2061 3S7C2144 3S7C2223 3S7C2248 3S7C2251 3S7C2345 10600591_10204474001720702_3762421829461362663_n