Þegar félög hyggjast fara í mannvirkjagerð eða aðrar stærri framkvæmdir eru tvær leiðir helstar
Aðrar leiðir að styrkjum eru helstar:
Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum.
Styrkjum er úthlutað eftirá, í febrúar hvers árs, vegna keppnisferða ársins á undan.
Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum.
Smelltu hér til að fara á rafrænt umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga
Þann 1. apríl 2002 tók gildi reglurgerð nr. 245/2002 um slysatryggingar íþróttafólks samkv. III kafla almannatryggingalaga.
Íþróttamenn verða eftir sem áður sjúkratryggðir rétt eins og aðrir þegnar landsins.
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður að frumkvæði Íslandsbanka í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2007. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim kleift að stunda íþrótt sína af krafti.
Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Umsóknarfrestur er til 1. október ár hvert.