Keppnin er sambland af góðakstri (regularity rally), ökuleikni (driving test) og akstri upp brekku (hill climb) sem þó er takmarkað við hámarkshraða. Keppnin er haldin til samræmis við reglur þeirra, breska akstursíþróttasambandins (UKMSA) og FIA um akstur fornbíla og þessar ákveðnu tegundir keppnisgreina.
Ætlunin er að aka kringum landið réttsælis og verður næturgisting í Borgarfirði, Akureyri, Egilsstöðum, Hornafirði og Hellu áður en komið er til Reykjavíkur að nýju.