Úrslit: Gókart 30. Maí 2015

1.6.2015

Gókart keppni var haldin 30. Maí 2015 af Gókartdeild AÍH (GKA)

Þessi keppni var fyrsta umferð í Íslandsmóti í gókart 2015 og var keppt í einum opnum flokki, en haldin var tímataka og 3 umferðir eða „heat“.

Skráðir voru 7 keppendur í keppnina, og mættu 6 þeirra til leiks.

Hinrik Wöhler sigraði allar umferðir þó nokkuð væri um hrókeringar en Steinn Hlíðar veitti honum nokkra keppni og var tvívegis kominn fram úr en þurfti að hætta vegna bilanna í bæði skiptin. Allt gekk áfallalaust, ekki voru neinir árekstrar eða púst sem talandi er um.

Í fyrstu umferð sótti Hinrik að Steini og komst fram fyrir eftir að bíll Steins bilaði.

Í annarri umferð byrjaði að rigna í ræsingu sem gerði mönnum erfitt fyrir enda ekki tími til að skipta yfir á sérstök regndekk sem menn höfðu til taks. Hinrik náði góðu forskoti á blautri brautinni en tapaði því fljótt þegar rigningin hætti. Hann varðist fimlega og kom fyrstur í mark eftir að Steinn sem sótti hvað harðast að honum lenti í bilunum.

Í síðustu umferðinni ók Steinn mjög hratt og komst upp í annað sæti eftir að hafa ræst síðastur og sótti af hörku að Hinrik. Hinrik varðist með öllum tiltækum ráðum, hélt fyrsta sætinu og sigraði þar með keppnina með fullt hús stiga.

Gunnlaugur Jónasson

 

Úrslit tímataka:

Sæti Nr. Nafn:

1. 39 Steinn Hlíðar Jónsson

2. 23 Örn Óli Strange

3. 53 Hinrik Wöhler

4. 54 Gunnlaugur Jónasson

5. 4 Daði Freyr Brynjólfsson

6 8 Ásgeir Elvarsson

 

1. umferð Stig

53 Hinrik Wöhler 10

54 Gunnlaugur Jónasson 8

23 Örn Óli Strange 6

4 Daði Freyr Brynjólfsson 5

8 Ásgeir Elvarsson 4

39 Steinn Hlíðar Jónsson 3

 

2. umferð

53 Hinrik Wöhler 10

54 Gunnlaugur Jónasson 8

23 Örn Óli Strange 6

8 Ásgeir Elvarsson 5

39 Steinn Hlíðar Jónsson , 11 hringir

4 Daði Freyr Brynjólfsson, 7 hringir

 

3. umferð

53 Hinrik Wöhler 10

39 Steinn Hlíðar Jónsson 8

54 Gunnlaugur Jónasson 6

23 Örn Óli Strange 5

8 Ásgeir Elvarsson 4

4 Daði Freyr Brynjólfsson 3

 

Samanlögð úrslit:

53 Hinrik Wöhler 30 stig

54 Gunnlaugur Jónasson 22 stig

23 Örn Óli Strange 17 stig

8 Ásgeir Elvarsson 13 stig

39 Steinn Hlíðar Jónsson 11 stig

4 Daði Freyr Brynjólfsson 8 stig

 

Stöðuna í íslandsmótinu má sjá hér.