Gunnlaugur Jónasson sigraði í þriðju bikarkeppni í Gókart og verð þar með bikarmeistari í Gókart 2015. Þessi keppni var þriðja og síðasta umferð í Bikarmóti í gókart 2015 og var keppt í einum opnum flokki, en haldin var tímataka og 1 löng keppni. Keppendur óku í 90 mínútur og var ræst með svokölluðu „Le mans“-starti þar sem keppendur hlupu í bíla sína við rásmerki. Keppendur byrjuðu aðeins með 2 lítra af bensíni og þurftu því að taka „pitstop“ og fylla á tankinn áður en langt um leið. Þetta skapaði mikla stemningu á viðgerðarsvæðinu þegar menn komu inn að „tanka“.
Skráðir voru 3 keppendur í keppnina, og mættu allir til leiks. Keppni fór fram í blíðskaparveðri og tókst allt keppnishald afar vel.
Gunnlaugur Jónasson náði bestum tíma í tímatökunum og tók snemma forystu. Allir keppendur lentu í bilunum og þurftu að taka viðgerðarhlé. Gunnlaugur slapp best frá þessum óhöppum en framhaldið leit frekar illa út hjá honum þegar bíllinn varða bremsulaus eftir um 30 mínútur, en honum tókst að laga það í flýti enda bara um lausa skrúfu að ræða en á meðan óku keppnautarnir 3 hringi og var hann kominn niður í annað sætið þegar viðgerð lauk. Hann náði þó fljótlega forystunni aftur og hélt hanni til loka og varð þar með bikarmeistari í Gókart 2015. Hinir keppendurnir lentu svo líka í ýmsum skakkaföllum, til dæmis datt keðjan datt af hjá Erni og Hafsteinn lenti í vandræðum þegar tímatökubúnaður flaug af bílnum hans í tvígang.
Úrslit tímataka:
Sæti Nr. Nafn:
Úrslit:
1 54 Gunnlaugur Jónasson 111 hringir 30 stig AÍH
2 23 Örn Óli Strange 101 hringur 24 stig AÍH
3 87 Hafsteinn Örn 100 hringir 18 stig AÍH
Lokastaða í bikarmóti í gókart þegar búnar eru 3 umferðir:
3 umferðir
1 54 Gunnlaugur Jónasson 26 19 30 75
2 39 Steinn Hlíðar Jónsson 24 30 54
3 53 Hinrik Wöhler 22 18 40
4 23 Örn Óli Strange 13 21 24 34
5 87 Hafsteinn Örn Eyþórsson 11 18 29
6 4 Daði Freyr Brynjólfsson 9 9
7 8 Ásgerir Elvarsson 6 6
8 71 Eyþór Guðnason 6 6