Helstu tryggingarfélög landsins bjóða uppá frjálsa ábyrgðartryggingu fyrir "óskráð" keppnistæki.
AKÍS hefur fengið staðfestingu þess að TM, Vörður, Sjóvá og VÍS bjóði uppá frjálsar ábyrðartryggingar til samræmis við 18. gr. reglugerðar um akstursíþróttir. Verðlagið er mismundi, allt frá því að vera "sanngjarnt" í "ósanngjarnt".
Fjögur stærstu tryggingarfélög landsins bjóða uppá frjálsar ábyrgðartryggingar fyrir keppnistæki sem ekki eru skráð hjá Samgöngustofu. Með því eiga keppendur og keppnishaldarar möguleika á því að brjóta ekki reglugerð um akstursíþróttir, þar sem kveðið er á um þetta.
Ef einhver vandræði eru með tryggingar óskráðra tækja vísum við keppendum á eftirfarandi tengiliði:
"Óskráð" keppnistæki fá sérstaka skráningu hjá AKÍS án greiðslu.
Sækja þarf um skráningu á vef sambandsins með því að smella HÉR.