Rally í 40 ár!

25.9.2015

Fjöru­tíu ár eru liðin frá því að fyrsti rall­kapp­akst­ur var hald­inn á Íslandi og þess ætl­ar  Bif­reiðaíþrótta­klúbb­ur Reykja­vík­ur að minn­ast með rall­sýn­ingu sam­hliða ralli sem fram fer um helg­ina.

40ára rally40

Sýn­ing­in fer fram á Korpu­torgi en þar verður hægt að skoða ýmis keppni­s­tæki sem tek­ist hef­ur að varðveita á þess­um 40 árum sem og ýmsa af nýj­ustu og öfl­ug­ustu rallakst­urs­bíl­um lands­ins.

Nokkr­ir gaml­ir og góðir rallöku­menn verða á svæðinu, svo sem Ómar Ragn­ars­son, Rún­ar Jóns­son og Daní­el Sig­urðsson, svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir.

Sýn­ing­in verður opin á föstu­dag, 25.sept­em­ber, frá klukk­an 19 en það kvöldið mæta gaml­ir rall­ar­ar og segja frægðar­sögur af rallakstr­in­um í gegn­um tíðina. Sýn­ing­in held­ur áfram á laug­ar­dags­morg­un klukk­an 10 og stend­ur fram til klukk­an 19.

Klukk­an 10 að morgni næst­kom­andi laug­ar­dag hefst svo rallið sjálft en í því verður keyrt um Skjald­breiðar­veg og Uxa­hryggi í ná­grenni Þing­valla. Kepp­and­ur safn­ast saman á Korpu­torgi um 16:30 fyr­ir utan sýn­ing­ar­hús­næðið, en þar fer verðlauna­af­hend­ing fram.

Um helg­ina gætu úr­slit Íslands­meist­ara­móts­ins ráðist, en nán­ari upp­lýs­ing­ar um rallið má finna á heimasíðu Bif­reiðaíþrótta­klúbbs Reykja­vík­ur.