Um helgina fór Sindratorfæran á Hellu fram. Um 2500 manns mættu til þess að bera 26 keppendur augum. Mikið var um tilþrif og skemmtu keppendur sem og áhorfendur sér konunglega.
Dagur 1
Dagur 2
Eknar voru 12 brautir þar á meðal áin og mýrin. Keppendur komu frá ísland og noregi og stóðu þeir norsku hressilega í þeim íslensku.
Pål Blesvik ók hraðast allra á ánni, hann var mældur á 79 kmh. Sem er þó nokkuð fjarri heimsmetinu.
Snorri Þór Árnason á kórdrengnum var hlutskarpastur í Sérútbúna flokknum en aðeins 29 stigum á eftir honum kom Ólafur Bragi Jónsson á Refnum. Í 3 sæti var svo Pål Blesvik á Rodeo.
Í götubílaflokk var það Íslandsmeistarinn Ívar Guðmundsson á Kölska sem stóð uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti var það Haukur Birgisson á Þeytingi og í 3 sæti Kata B. Magnúsdóttir.
Næsta keppni er 11 Júni og verður á nákvæm staðsetning auglýst síðar.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Torfæruklúbbur Suðurlands þakka kærlega fyrir stuðninginn.