Sumarið er komið og tími komin til að draga fram kassabílana. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir hinni árlegu keppni í kassabílaralli í Húsdýra- og fjöldkyldugarðinum sunnudaginn 29. maí 2016. Þetta er fjórða árið sem keppnin er haldin og hafa vinsældir keppninnar alltaf farið vaxandi. Keppnishaldarar vinna nú að því að koma keppninni í sjónvarpið og vonandi verður hægt að koma því á koppinn.
Hraði og öryggi - Öryggi er helsta viðfangsefni í öllum greinum akstursíþrótta og kassabílarallið er þar engin undantekning. En keppnin snýst um hraða og að venju er tímataka og keppnisfyrirkomulag er með sama hætti og í rallý.
Við reiknum með spennandi keppni eins og venjulega og lofum að sjálfsögðu góðu veðri.
Keppnisstjóri er Þórður Bragason S: 896-1442 thbraga@simnet.is