Rallycross: Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins

6.6.2016

Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins fór fram í gær á Akstursíþróttasvæði AÍH. Skráðir voru til leiks 22 keppendur spenntir að takast á við brautina. Keppnishaldið gekk vel og mikil barátta sem sýndi sig í flottum akstri. Það var lítið af því að menn væru að fara útaf, það var ein velta í keppninni sú var í úrslitum í unglingaflokki þar sem bíll nr 2 Guðjón Örn Karlsson tók góða veltu keppandinn kom ekki slasaður út úr því en bílinn skemmdist töluvert. Það var lítið um áhorfendur á þessum viðburði, það komu inna við 100 manns. Margar athugasemdir komu í skoðun hjá mönnum, ef þeir laga ekki þessa hluti munu þeir ekki fá rásleyfi á næstu keppni.

Keppnisstjórn þakkar fyrir sig. Næsta umferð verður sunnudaginn 26. júni 2016.

Staðan í Íslandsmeistaramótinu í Rallycross