Úrslit: Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í Drift

7.6.2016

2

Laugardaginn 4. júní fór fram önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í Drift.

Mótið sem var á vegum Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) var haldið af Driftdeild Akstursíþróttafélags Hafnafjarðar(DDA) og voru 21 keppendur skráðir til leiks. Aðeins einn forfallaðist og mættu því 20 keppendur til leiks æstir í að gera enn betur en í fyrri unferðinni.

Keppnin gekk frábærlega fyrir sig og höfðu keppnishaldarar orð á því að aldrei áður hafi jafn spennandi keppni farið fram og ökumenn ekið jafn vel.

Var fyrst keyrð forkeppni þar sem hver ökumaður ekur þrjár umferðir í brautinni og er dæmdur eftir tveimur seinni, gildir sú betri af þeim til stiga. Mest er hægt að fá 100 stig fyrir fullkomna ferð. Dæma dómarar eftir Línu bílsins í gegnum brautina, gráðu á beygju bílsins í brautinni og stíl ökumannins á meðan á akstri stendur.

Eftir að úrslit forkeppninar voru ljós hófst útsláttarkeppni en þar aka keppendur tveir saman hvor á móti öðrum og hefur sá betur sem fær hærri stig frá dómara tríóinu.

Keppnin á laugardaginn var æsispennandi og ljóst að ekkert verður gefið eftir í sumar og baráttan um fyrsta sætið verður mikil. Í lok dags stóð Patrik Snær uppi sem sigurvegari og skilja aðeins tvö stig að efstu tvö sætin og aðeins 30 í þann þriðja en nóg af stigum eru í pottinum.

Næsta umferð fer svo fram 15. júlí á Bíladögum á Akureyri.

Staðan í Íslandsmeistaramótinu í Drifti