Gokart er aksturíþrótt þar sem keppt er á litlum eins manna gokartbílum. Keppt er á 800-1600 metra brautum með mörgum og hröðum beygjum.
Keppnin samanstendur af tímatöku til að ákveða rásröð og þremum lotum og eru veitt stig fyrir hverja lotu.
Rásröð í lotum tvö og þrjú áhvarðast af úrslitum í fyrri lotu.
Á Íslandi eru keppnisreglur byggðar á reglum hinna vinsælu Rotax Max keppnisraðar þar sem allir keppnistæki ásamt keppanda verða að vega samtals meira en 165kg og nota samskonar Rotax mótor sem þýðir að hlutverk ökumanns skiptir öllu.