Haustsprettur BÍKR 2016

20.10.2016

Haussprettrall BÍKR fer fram laugardaginn 22. okt n.k. í Skíðaskálabrekkunni fyrir ofan Skíðaskálann í Hveradölum, sjá kort.

Keppnisstjóri er Torfi Arnarson.  Keppnisskoðun verður tilkynnt þegar nær dregur en líklega verður hún á staðnum og keppendur mæti tímanlega eða ca 8:30.

Keppnin er ökumannakeppni, aðstoðarökumaður telur ekki til verðlauna.  Skráningarformið vill fá aðstoðarökumann skráðan svo endilega skráið einhvern en það mun því miður ekki hafa neina meiningu.  Heimilt er að skrá tvo ökumenn á sama bíl og jafnvel fleiri.  Búast má við að tveir ökumenn á sama bíl nái að aka þrjár ferðir í hvora átt hvor.  Ef tími leyfir má keyra fleiri en 3 ferðir í hvora átt en umfram ferðir munu ekki gilda til úrslita

Ekið verður þrisvar sinnum í aðra áttina og svo þrisvar í hina áttina.  Besti tími í aðra áttina, samanlagður við besta tíma í hina áttina gilda til úrslita, aðrar ferðir munu ekki telja nema ökumenn séu jafnir.  Komi sú staða upp að tveir, eð afleiri ökumenn séu með jafnan tíma verður eftirfarandi reglum beitt í þessari röð.

1. Sá ökumaður sem náði fyrst betri tíma en hinn/aðrir.  Hér eru allar ferðir taldar, fyrst fyrsta leið í aðra áttina (þá átt sem byrjað er að aka í) svo fyrsta leið í hina áttina, svo önnur leið í fyrri áttina og koll af kolli.

2. Fari báðir/allir ökumenn aukaferðir má nota þær ferðir til að skera úr um sigurvegara.  Þó einungis að báðir/allir hafi farið aukaferð/ir.

3. Séu tímar enn jafnir skal keppnisstjórn varpa hlutkesti til að skera úr um sigurvegara.

hveradalir

Skráning í sprettinn gengur vel, a.m.k. 14 keppendur eru skráðir en líklegt er að einhverjar skráningar eigi eftir að berast.  Í sumum tilfellum eru fleiri en einn ökumaður á bílnum og munu þeir fá ákveðinn forgang í “rásröð”.  Þó er rétt að hafa í huga að það er engin eiginleg rásröð, fólk mætir bara þegar það er tilbúið, ekkert stress sko.

En hér er listi yfir þá sem eru skráðir nú þegar og hugmynd að “rásröð” sem er þó meira leiðbeinandi fyrir keppendur en annað. Þeir keppendur sem eru eini ökumaðurinn á bílnum eru beðnir að sýna keppendum sem deila bíl þá tillitsemi að hleypa þeim framfyrir sig því þeir (bílar) þurfa að fara fleiri ferðir.

1 Hilmar B Þràinsson Bonda Eindrif
2 Pétur Ástvaldsson Jeep Pussycat Jeppar
3 Gunnar Karl Jóhannesson Subaru Impreza 4×4 Non Turbo
4 Þórður Bragason Jeep Cherokee Jeppar
5 Baldur Arnar Hlöðversson Toyota Twin Cam Eindrif
6 Guðni Freyr Ómarsson Subaru Impreza GrN
7 Arnkell Arason, Volvo Eindrif
8 Almar Viktor Þórólfsson Subaru Legacy 4×4 Non Turbo
9 Hjörtur Pálmi Jónsson Bonda Eindrif
10 Tryggvi Jeep Pussycat Jeppar
11 Jóhannes V. Gunnarsson Subaru Impreza 4×4 Non Turbo
12 Magnús Þórðarson Jeep Cherokee Jeppar
13 Hlöðver Baldursson Toyota Twin Cam Eindrif
14 Sigurdur Sören Gudjonson Bonda Eindrif

Sérstaka athygli vekur keppandi sem hér er númer 9, Hjörtur Pálmi Jónsson.  Kominn tími til, langt síðan við höfum séð þann kappa undir stýri á rallýbíl.