Professional MotorSport World Expo 2016!

24.10.2016

motorsport2016

Professional MotorSport World Expo 2016 verður haldin 9.-11. nóvember 2016 í ráðstefnuhöllinni í Köln Þýskalandi.

Sýningin er ekki opin almenningi og er frábær staður fyrir fagfólk að uppgötva nýjungar, kaupa búnað og taka þátt í umræðu um nýjustu tækni, nýjungar og hugmyndir um hvernig á að þróa akstursíþróttir áfram. Á sýninguna mæta verkfræðingar, tæknimenn og kaupendur frá keppnisliðum, smiðir keppnistækja, framleiðendur íhluta og sölumenn.

Yfir 250 sýnendur verða með bása með fjölbreyttri blöndu af nýjustu tækni og vörum, svo sem performance hluti, kappakstursbíla og fylgihluti, rafeindastjórntækni, prófun og þróun búnaðar og þjónustu, viðgerðarbúnað, keppnislið , mótaraðir ásamt og skipulagi og flutningum. Meðal sýnenda taka þátt aðilar eins og Magnetti Marelli, McLaren Applied Technologies, Prodrive Advanced Technologies & Prodrive Motorsport, Bosch Motorsport, Racelogics, ZF Race Enginerring og margir fleiri.

Á "Hringaksturssvæðinu" eru sumir af leiðandi birgjum og samstarfsaðilum sem vinna með eigendum og rekstraraðilum hringakstursbrauta. Þessi hluti af sýningunni gerir fyrirtækjum eins og arkítektum, framleiðendum og birgjum öryggishindrana, tímamælingar- og umsjónarkerfa ásamt lýsingar fyrirtækja kleift að ná beint til markhóps þeirra.

Professional motorsport World Expo veitir kost á vinnustofum um tæknileg og fræðandi efni frá leiðandi sérfræðingum um hluti eins og uppsetning kappakstursbíla, aflaukning keppnisvéla, hvernig á að bæta og þróa tölvustillingar, næstu kynslóð tækni akstursíþrótta, þróun skiptinga, dekkjaþróun, rafræn kerfi og undirkerfi, finna og viðhalda kostunaðilum ásamt uppsetningu hermibúnaðar.

Aðgangseyrir á sýninguna og vinnustofur er ókeypis.

Viðurkenningarathöfn og Gala kvöldverður verður 9. nóvember 2016.

Fyrir frekari upplýsingar um hvað er að gerast á heimssýningunni, skaltu fara á http://www.professionalmotorsport-expo.com/english/