Listi yfir stjórnendur
Stjórn AKÍS hefur ákveðið að útbúa lista yfir alla þá aðila sem mega sinna hlutverkum keppnisstjóra, dómnefndarmanna, skoðunarmanna og öryggisfulltrúa. AKÍS mun svo halda utan um þennan lista og einungis skráðir aðilar fá að veljast til þess hlutverks sem til er ætlast.
Markmiðið með skráningu þessari er að hæfir starfsmenn séu í hverri stöðu og þannig fyrirbyggja vandamál, óhöpp og slys sem geta orðið.
Keppnishaldarar: Vinsamlega takið saman lista yfir mögulega stjórnendur keppna og hvaða hlutverkum hver getur sinnt.
Gátlisti
Meðfylgjandi eru drög að gátlistum fyrir stjórnendur keppna sem í flestum er mjög skýr í reglum. Ætlast er til þess að keppnisráð herrar greinar, í samstarfi við keppnishaldara, fari yfir þessar starfslýsingar með stuðningi í reglum.
Hliðsjón af veikleikum hverrar greinar þurfa að koma fram ef einhverjir eru. Dæmi um veikleika er t.d. að finna í brautarkeppnum þar sem nokkrir aðilar eru skráðir sem öryggisfulltrúar yfir allt tímabilið, svo kannski mætir enginn þeirra og einhver annar er settur í staðinn. Hættan við þetta er sú að ef enginn lögmætur öryggisfulltrúi er til staðar ef óhapp á sér stað getur það bakað mikinn skaða sérstaklega fyrir keppnishaldara, þar sem öryggisfulltrúi og keppnisstjóri geta verið persónulega ábyrgir.
Meðfylgjandi eru fyrstu drög að gátlistum. Einn fyrir hvert hlutverk og hver ekki meira en eitt A4 blað. Þar koma fram helstu atriði sem mætti skilja sem "tékklista" hvers þess sem tekur við einhverju þessarra hlutverka.
Það sem við leitum að eru athugasemdir við þessa gátlista og hugmyndir um viðbætur.
Námskeið
Út frá þessum gátlistum er síðan hægt að setja saman námskeið sem gera áhugasömum starfsmönnum mögulegt að þróast í starfi og taka að sér ný og spennandi hlutverk.
---
Lýsing verkefnis og tímaáætlun.
Komi til spurningar vinsamlegast beinið þeim til umsjónarmanns verkefnisins sem er:
Þórður Bragason
S: 896 1442
thbraga@simnet.is