Keppnisráð hefur ákveðið að uppfæra flokkaskipan í Íslandsmótinu í ralli. Sá flokkur sem áður hét GrN verður ekki lengur til en þeir bílar sem áður voru í þeim flokki færast sjálfkrafa í flokk B13. Einnig verða bifreiðar sem falla undir flokka S2000 og WRC2 leyfðar í Íslandsmótinu. Allir bílar sem falla undir flokka B13, S2000 og WRC2 keppa einungis til Íslandsmeistara, líkt og verið hefur með GrN undanfarin ár (og að sjálfsögðu til verðlauna í hverri keppni). Nánari reglur um þessa flokka verða birtar á vef AKÍS á næstunni. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðberg Reynisson, Þórð Ingvason eða Þórð Bragason ef spurningar vakna. Það skal áréttað að reglur um túrbínuþrengingar hafa ekki enn verið ákveðnar. Líklegt er að reglur um B13 verði notaðar óbreyttar eins og þær þekkjast í keppnum í Bretlandi og víðar.
Til áréttingar: WRC2 eru 11 ára gamlir og eldri WRC bílar.
Opið er fyrir R2 bíla en þeir færast upp í Eindrif X ef næg þátttaka verður ekki í flokknum.
R5 er til skoðunar en okkar ákvörðun er að bíða með þá ákvörðun til næsta árs.
B13 er í raun GrX 4x4 með takmörkunum eins og þrengingu o.fl.
kv, Keppnisráð í ralli
Guðbergur Reynisson
Þórður Bragason
Þórður Ingvason