Brautarúttektir FIA

Eins og kunnugt er þá hefur AKÍS sótt um að styrk og aðstoð hjá FIA til að gera úttektir á brautum sem aðildarfélög þess hafa verið eða eru með áætlanir um að byggja.

Umsókn AKÍS hefur verið samþykkt hjá FIA Institute.  AKÍS þarf að hafa reiðubúnar upplýsingar til að undirbúningur gangi sem best og um leið tryggja að framkvæmd verkefnisins gangi hratt og vel.

Samkvæmt því sem okkur hefur verið sagt, þá þarf í fyrsta fasa að veita upplýsingar af tvennum toga.

A) Skriflegt ferli vegna svæðisins

Það verður að sýna fram á skriflegt ferli lóðaumsókna allt frá þeim tima að sótt var um svæðið fyrst til dagsins í dag.  

  1. Afrit af skipulagsteikningum og samningum um landnýtingu fyrir akstursíþróttasvæðið.
  2. Skipulagsferli svæðisins, frá aðalskipulagi og þaðan i gegnum deiliskipulag ásamt öllum breytingum sem gerðar hafa verið.  
  3. Teikningar og feril þeirra í umsóknarferlinu.
  4. Bókanir viðkomandi nefnda og ráða bæjarfélagsins og ráðuneyta - ef þess er þörf.

Þessi gögn eiga öll að vera til hjá skipulagssviðum sveitarstjórna og þeim aðilum sem lóðarleigusamningar hafa verið gerðir við.

AKÍS ætlar ekki að leggja í kostnað við þýðingar á skjölum sem fengin eru í þessu ferli, heldur verður um að ræða tölusettan lista af aðgerðum á ensku og er dæmi um slíkan lista að finna í viðauka við þetta skjal.

B) Tæknilegar upplýsingar

Teikningar af keppnisbrautum og öryggissvæðum.

Sérfræðingar FIA geta unnið með þessar teikningar og sett inn í sérstök hermilíkön.

  1. Teikning í skala 1:2000 þar sem fram komi akstursstefna, byggingar, lagnir, þjónustuvegir, áhorfendasvæði, öryggisveggir og vegrið, stjórnstöð keppnisstjórnar, viðgerðarsvæði, upphitunarsvæði, staðsetning ráslínu, sjúkrabílar, sjúkramiðstöð, þyrlupallur, slökkvibílar og stæði stjórnenda.
  2. Teikning af viðgerðarsvæði og upphitunarsvæði í skala 1:500.
  3. Nákvæm teikning af öllum byggingum (þmt. sjúkramiðstöð og þyrlupallur) í skala 1:200.
  4. Langsnið af miðlínu brautar í skalanum 1:2000 (lengd)/1:200 (hæð).
  5. Þversnið af braut ásamt hliðarsvæði (amk. 10m, útfyrir braut á báðum hliðum), á ráslínu, miðju helstu beygja, mjósta og breiðasta hluta brautar, brýr og aðrir sambærilegir staðir, í skala 1:200.
  6. Fyrir autocross og rallycross brautir skal teikning af braut vera í skala 1:500 og sýna atriði sem talin eru upp í lið 1.

Teikningapakkinn skal afhentur á tölvutæku formi (AutoCAD 14 eða nýrra) og útprentaður.

Nánar um teikningastaðal sem nota skal má finna í þessu skjali:
http://www.fia.com/file/2900/download?token=7ZCYPbld

Athugið að öll gögn eru meðhöndluð af fullum trúnaði og einungis aðgengileg fyrir sérfræðinga FIA, framkvæmdastjóra og formann AKÍS.

Viðauki A

 

Date Description Document number
01-May-1973 Initial request to the local council of CCC for land to be used for motorsport. 1
05-May-1973 Planning committee reply - asking for further explanation 2
15-May-1973 Planning committee discussed letter from club regarding further explanation. 3
  ...  
24-Aug-2010 Planning committee reply - asking for permission to use Undirhlíðarnáma to extend their activities. 128
     

 

 

Document number: 128

 

Reply from the 255th meeting of the  Planning and building Committee held on the 24-Aug-2010:

 

Document number: 129

 

Reply from the 255th meeting of the Planning and building Committee held on the 24-Aug-2010.