Eftir einn ei aki neinn!

4.8.2017

Nú þegar ein stærsta ferðahelgi ársins á Íslandi gengur í garð er rétt að hafa í huga það sem Formula 1 keppandinn Nico Rosberg minnir á að áfengi og akstur fara ekki saman.

Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA hefur sett af stað átak um öruggari umferð um allan heim. Þannig er nú búið að setja upp sérstök skilti á strætóskýlum víðsvegar um Reykjavík og AKÍS styður að sjálfsögðu þetta frábæra framtak.

Tilgangurinn er einfaldlega að vegfarendur hugi að öryggi sínu og samferðafólks og hvetja til bættrar umferðarmenningar.

AKÍS vill minna ferðalanga helgarinnar á að:

EFTIR EINN EI AKI NEINN