Ísar ofurjeppahugmynd Ara Arnórssonar og félaga er komin áfram í Horizon 2020 verkefni Evrópusambandsins.
AKÍS óskar Ara til hamingju með þennan mikilvæga áfanga!
Ísar eru fyrstu farþegabílar heims gerðir frá grunni fyrir 46-54” dekk. Hönnun Ísar er niðurstaða víðtæks samráðs fjölda aðila í ofurjepparekstri og björgun með aðilum í hönnun og smíði. Ísar fást 4, 6 eða 8 dyra, fyrir allt að 18 manns, knúnir endurnýjanlegri orku eftir óskum kaupenda. Hönnun er lokið, smíði fyrsta eintaks er langt komin og raðsmíði áætluð 2018.
Helstu tölur:
Lengd 6 dyra: 5.550 mm
Breidd: 2.550 mm
Mesta innanbreidd: 2.400 mm
Hæð í vegakstursstöðu: 2.050 mm
Eiginþyngd: <3.000 kg
Heildarþyngd: 4.800 kg
Dekk: 46”-54”
Fjöðrun: Sjálfstæð á öllum hjólum, 40 cm slag
Vél: GM L86 V8 6,2l 420 hö/625 Nm, metan/bensín/metanól
eða VM 630 EcoDiesel V6 3,0l 240 hö/570 Nm, dísel/metan
Skipting: ZF 8 gíra, 4,7-0,67:1
Millikassi: BW/Atlas, 2-4 gíra, allt að 11,7:1
Drif aftan: Dana 80
Drif framan: 10” Currie
Sjá nánar á vef ÍSAR