Þolaksturskeppni Kvartmíluklúbbsins
25.8.2017
Sunnudaginn 27. ágúst næstkomandi kl. 13:30 fer fram Þolaksturskeppni Kvartmíluklúbbsins á hringakstursbrautinni í Kapelluhrauni. Þar keppa allt að tíu ökutæki í hraðakstri í tvær klukkustundir samfellt. Búast má við fjörugri keppni þar sem reynir á ökumenn og bíla, keppnisáætlun og útsjónarsemi keppenda til að ljúka sem flestum hringjum á þeim tíma sem aksturinn stendur yfir.
Svæðið opnar klukkan 12:00 þegar keppendur mæta í pitt. Keppni hefst stundvíslega klukkan 13:30 og stendur í tvær klukkustundir. Verðlaunaafhending fer fram strax að lokinni keppni.
Hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins er 2,4 km löng malbikuð braut sem gefur ökumönnum tækifæri til hraðaksturs á lokuðu svæði við góðar aðstæður í öruggu umhverfi. Brautin er mjög aðgengileg áhorfendum og auðvelt er að sjá vel yfir allt keppnissvæðið.