Eftir talsverða byrjunarörðugleika vegna veðurs var haldin þessi stórskemmtilega keppni.
Vegna rigningar var ekki hægt að byrja að keyra keppnina fyrr en kl 16:00 og stóð hún til sirka 19:00.
Þrátt fyrir hæga byrjun náðist ágætis track í brautina og gekk keyrsla vonum framar þegar hún hófst.
Það voru sett þrjú ný íslandsmet í dag.
Ragnar Már Björnsson á Suzuki GSX-R í G- flokki fór 10.321 á 134,73 Mph
Guðmundur Guðlaugsson á Suzuki Hayabusa í G+ flokki fór 9,693 á 146,10 Mph
Jóhann Kjartansson á Pontiac Tram Am í TD flokki fór 10,530 á 132,74 Mph
Grétar Franksson á Dragster með 358ci mótor fór frábæran tíma í dag. Hann fór 4,817 á 142,41 Mph sem er 0,073 undir Indexi.
Úrslit í flokkunum eru hér:
MC flokkur
1. Auðunn Jónsson
2. Björn Gíslasson
TD flokkur
1. Ingimundur Helgasson
2. Jóhann Kjartansson
OF flokkur
1. Grétar Franksson
2. Leifur Rósenberg
HS flokkur
1. Bæring Jón Skarphéðinsson
2. Kristján Stefánsson
G- flokkur
1. Ragnar Már Björnsson
2. Adam Örn Þorvaldsson
G+ flokkur
1. Guðmundur Guðlaugsson
2. Ingi Björn Sigurðsson
Kvartmíluklúbburinn óskar öllum sigurvegurum og íslandsmetshöfum til hamingju með árangurinn.
Einnig þökkum við öllum keppendum, áhorfendum og starfsfólki kærlega fyrir stórskemmtilegan dag.
Næsta keppni sem KK heldur er King Of The Street sem fer fram 13 júlí og við vonumst til að sjá sem flesta þar.