Úrslit: Torfæran á Akranesi - tvær umferðir

24.7.2018

Spennandi brautir, mikil barátta og frábær tilþrif einkenndu torfærukeppnirnar sem haldnar voru á Akranesi um helgina.

Á laugardeginum gerðist það ótrúlega að Ingólfur Guðvarðarson og Atli Jamil Ásgeirsson enduðu efstir og með nákvæmlega jafnmörg stig í sérútbúnaflokknum, 1650. Þetta er að auki í fyrsta skipti sem Ingólfur fær gullið í torfærukeppni!

Fast á hæla þeim kom svo nýliðinn Kristján Finnur Sæmundsson.

Enn ótrúlegra var að sama kom upp í götubílaflokk þegar Steingrímur Bjarnason og Ívar Guðmundsson enduðu líka efstir og jafnir með 1500 stig.

Á sunnudaginn var komið að fyrsta sigri Hauks Viðars Einarssonar sem ók frábærlega allan daginn í sérútbúna flokknum. Geir Evert og Þór Þormar komu þar skammt á eftir. Geir Evert átti sjálfsagt ein bestu tilþrif helgarinnar í sjöttu braut  með háu flugi og skemmtilegum snúningi.

Steingrímur Bjarnason sigraði í götubílaflokknum og fékk flest stig yfir helgina sem tryggði honum Skagabikarinn.

Mikil barátta er um efstu sætin á Íslandsmótinu í báðum flokkum og ljóst að úrslitin ráðast ekki fyrr en 18. ágúst á Akureyri.

Staðan í Íslandsmótinu er hér.

Laugardagur 21. júlí 2018

Sérútbúnir

Stig Sæti Nafn keppenda Bíll Rásnúmer Ísl. Stig
1650 1 Ingólfur Guðvarðarson Guttinn Reborn 77 20
1650 1 Atli Jamil Ásgeirsson Thunderbolt 25 17
1630 3 Kristján Finnur Sæmundsson Verktakinn 84 15
1610 4 Þór Þormar Pálsson THOR 7 12
1520 5 Haukur Viðar Einarsson HEKLA 14 10
1510 6 Geir Evert Grímsson Sleggjan 123 8
1360 7 Aron Ingi Svansson Zombie 90 6
1250 8 Ásmundur Ingjaldsson Bomban 191 4
1200 9 Guðmundur Elíasson Ótemjan 115 2
1140 10 Hermann Sigurgeirsson Kubbur 82 1
1140 10 Svanur Örn Tómasson Insane 61
1080 12 Daniel Gunnar Ingimundarson Green Thunder 69
1040 13 Andrew Blackwood Draumurinn 27

Götubílar

Stig Sæti Nafn keppenda Bíll Rásnúmer Ísl. Stig
1500 1 Steingrímur Bjarnason Strumpurinn 402 20
1500 1 Ívar Guðmundsson Kölski 407 17
1310 3 Eðvald Orri Guðmundsson Pjakkurinn 404 15
1020 4 Haukur Birgisson Þeytingur 403 12

Sunnudagur 22. júlí 2018

 

Sérútbúnir

Stig Sæti Nafn keppenda Bíll Rásnúmer Ísl. Stig
1460 1 Haukur Viðar Einarsson HEKLA 16 20
1437 2 Geir Evert Grímsson Sleggjan 123 17
1407 3 Þór Þormar Pálsson THOR 7 15
1403 4 Atli Jamil Ásgeirsson Thunderbolt 25 12
1362 5 Guðmundur Elíasson Ótemjan 115 10
1256 6 Ingólfur Guðvarðarsson Guttinn Reborn 77 8
1233 7 Kristján Finnur Sæmundsson Verktakinn 84 6
1145 8 Ásmundur Ingjaldsson Bomban 191 4
1073 9 Andrew Blackwood Draumurinn 27
1050 10 Hermann Sigurgeirsson Kubbur 82 2
1000 11 Aron Ingi Svansson Zombie 90 1
958 12 Daniel Gunnar Ingimundarson Green Thunder 69
711 13 Svanur Örn Tómasson Insane 61

Götubílar

Stig Sæti Nafn keppenda Bíll Rásnúmer Ísl. Stig
1730 1 Steingrímur Bjarnason Strumpurinn 402 20
1526 2 Ívar Guðmundsson Kölski 407 17
1359 3 Snæbjörn Hauksson Þeytingur 431 15
828 4 Eðvald Orri Guðmundsson Pjakkurinn 404 12