King of the Street og 3. umferð Íslandsmótsins í kvartmílu

25.7.2013

Laugardaginn 27. júlí munu fara fram tvær keppnir á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði.
King of the Street og 3. umferð Íslandsmótsins í kvartmílu.

IMG_8602-001

Mynd frá B&B Kristinsson

Í íslandsmótið eru 21 tæki skráð til leiks í 9 flokkum og í King of the Street eru skráð 52 tæki í 10 flokkum.

Búist er við hörku keppni í báðum mótum og miklum tilþrifum þegar barist verður um hver er konungur götunnar.

Dagskrá dagsins er svohljóðandi:
08:00 Mæting keppenda og skoðun
09:30 Pittur lokar
09:50 Fundur með keppendum
10:00 Tímatökur hefjast fyrir báðar keppnir
11:45 Tímatökum lýkur
11:50 Keppendur Íslandsmóts mættir við sín tæki
12:00 Keppni Íslandsmóts hefst
13:30 Keppni Íslandsmóts lýkur - kærufrestur hefst
13:50 Keppendur KOTS mættir við sín tæki
14:00 Kærufrestur Íslandsmóts liðinn
14:00 Keppni KOTS hefst
16:30 Keppni KOTS lýkur - kærufrestur hefst
17:00 Kærufrestur KOTS liðinn
17:00 Verðlaunaafhending á pallinum
Við hvetjum alla til að mæta á svæðið og fylgjast með í góða veðrinu.
Aðgangseyrir kr. 1.000 og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.kvartmila.is