Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð útnefndi.
Netkosningu lýkur 29. október 2019, tveimur vikum fyrir Formannafund AKÍS og tveir komast áfram af hvoru kyni.
Úrslit verða birt á verðlaunaaafhendingu meistaratitla sem verður 9. nóvember 2019 í sal ÍSÍ.
Kosning akstursíþróttamanns ársins hefur undanfarin ár verið í nokkuð föstum skorðum með reglum sem samþykktar voru af stjórn AKÍS árið 2014 undir forystu Guðbergs Reynissonar þáverandi formanns.
Arnar Már Árnason
Arnar Már Árnason er 16 ára Selfyssingur og hóf að keppa í rallycrossi í fyrra í unglingaflokki.
Arnar Már er sonur Árna Jónssonar rallara og hefur því ekki langt að sækja áhugann á mótorsporti.
Arnar hefur keyrt gríðarvel og vann allar keppnirnar í sumar og varð Íslandsmeistari í unglingaflokki með fullt hús stiga. Svo til að sýna að þetta var engin tilviljun þá sigraði hann Rednek bikarmótið með fullu húsi stiga og er Rednek meistari 2019
Arnar er kurteis og hógvær ungur maður, hvort sem er í samskiptum eða keppni. Við eigum eftir að sjá mikið af þessum unga keppanda í framtíðinni. Hann á því sannarlega heima í hópi tilnefndra.
Birgir Sigurðsson
Birgir Sigurðsson er í sambúð og á eitt barn. Hann er vélstjóri að mennt og er á togara. Hann keppir í sérútbúnum flokk. Hann er búinn að vera viðloðin driftið í tug ára. Sem sagt ungur og efnilegur drengur. Hvað meira er hægt að segja um hann.
Hann hefur ekið um á BMW um. Núna er hann með Chevy mótor og túrbo. Prufaði torfæruna en kom hryggbrotinn frá henni.
Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen
Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen fyrir rallý.
Emelía keppti árið 2019 sem aðstoðarökumaður með manni sínum, Ragnari Bjarna Gröndal, og tóku þau þátt í þremur keppnum af fjórum í íslandsmótinu. Urðu þau m.a. í þriðja sæti í Hamingjurallý á Hólmavík.
Emelía kom til baka í aðstoðarökumanssætið í sumar eftir að hafa setið hjá árið 2018, þar sem hún eignaðist son í januar á þessu ári. Emelía varð íslandsmeistari 2017 ásamt manni sínum Ragnari í AB varahlutaflokk í rally.
Emelía hefur ávalt verið mjög virk í félagsstarfi tengdum akstursíþróttum, og er meðal annars gjaldkeri ÍRB í Reykjanesbæ, þar sem hún situr sem fulltrúi Akstursíþróttafélags Suðurnesja.
Eva Hilmarsdóttir
Þriðja sæti í sandspyrnu í flokki útbúinna jeppa.
Guðríður Steinarsdóttir
Guðríður Ósk Steinarsdóttir er 25 ára Reykjavíkurmær, hún er 25 ára gömul og starfar hjá BL og er nemi í bílamálun. Hún hóf að keppa í 1000 flokki í rallycrossi haustið 2018.
Hún er því á fyrsta ári og það í fjölmennasta flokknum, og klárar þar í öðru sæti til Íslandsmeistara.
Guðríður Ósk er systir Alexanders Más sem hefur um langt skeið keppt í torfæru og rallycrossi, og er hann hennar hornsteinn í þessum keppnum.
Hún hefur sýnt hörkuakstur og kemur vel fyrir og er sporti sínu til sóma, og á klárlega heima á þessum lista yfir tilnefningu á akstursíþróttakonu ársins.
Gunnlaugur Jónasson
Gunnlaugur er Íslandsmeistari í gokart.
Heimir Snær Jónsson
Heimir Snær er Kópavogsbúi og keppir fyrir hönd Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur og hefur gert frá árinu 2004 Þegar hann fór í sína fyrstu rallkeppni.
Hann tók þátt í öllum rallkeppnum sumarsins og sigraði tvær keppnir af fjórum ásamt Baldri Arnari en þeir keyra saman. Heimir hefur keppt í fremstu röð í rallinu síðan 2008 og alltaf keppt eitthvað á hverju sumri frá árinu 2004.
Heimir hefur keppt í 54 röllum og sigrað 9 þeirra. Heimir varð Íslandsmeistari í eindrifs og nýliðaflokki sem aðstoðarökumaður árið 2007. Hann hefur sigrað Rally Reykjavík þrjú undanfarin ár 2017, 2018 og núna 2019 og í þeirri keppni tryggði hann sér Íslandsmeistaratitilinn.
Frá upphafi ralls á Íslandi hafa aðeins þrír aðrir aðstoðarökumenn náð að sigra Rally Reykjavík þrjú ár í röð. Heimir hefur ekki bara verið keppandi heldur var hann í stjórn BÍKR árin 2010-12 og hefur komið að keppnishaldi undanfarin ár.
Kristján Stefánsson
Kristján er íslandsmeistari í sandspyrnu í flokki útbúinna jeppa.
Tómas Heiðar Jóhannesson
Tómas hefur á árinu keppt í Þolakstri, hermikappakstri og eRally Iceland, heimsmeistarakeppni FIA í nákvæmnisakstri rafbíla.
Þá hefur hann stundað æfingar af kappi og verið íþróttinni til sóma og félögum sínum mikil hvatning með jákvæðu hugarfari og keppnisskapi.
Tómas sigraði Þolakstur KK 2019 þar sem hann háði harða baráttu við reynda ökumenn á mun öflugri keppnistækjum. Einstakir aksturshæfileikar hans ásamt úthugsaðri keppnisáætlun skiluðu eftirtektarverðum og mjög verðskulduðum árangri.
Í eRally Iceland atti Tómas, ásamt aðstoðarökumanni sínum, kappi við fjóra erlenda keppendur með gríðarlega reynslu í sportinu. Hann kom engu að síður fast á hæla þeim, fyrstur íslensku áhafnanna, með árangur sem sýnir vel að í þessari grein er hann á heimsmælikvarða.
Tómas er og hefur verið í fremstu röð keppenda í tímaati í mörg ár og hefur stuðlað að uppgangi þeirrar greinar með þátttöku sinni.
Með þátttöku í hermikappakstri hefur Tómas helgað sér nýtt vígi og hefur með góðum akstri tryggt sér sæti í úrslitakeppni til Íslandsmeistara sem fram fer 19. október.
Þór Þormar Pálsson
Þór Þormar Pálsson úr Bílaklúbbi Akureyrar keppir í Sérútbúna flokknum í Torfæru á bílnum THOR.
Þór tók þátt í öllum torfærukeppnum sumarsins og sýndi yfirburða tilþrif í öllum keppnum. Þór sýndi virkilega flottan akstur og var alltaf í topp baráttunni og endaði sumarið sem Íslandsmeistari annað árið í röð. Hann tók einnig þátt í NEZ mótinu í Noregi í maí.
Umgjörðin á liðinu hjá Þór hefur verið til fyrirmyndar og hefur honum tekist að vera mjög áberandi og sinnt áhorfendum vel.