Í lok febrúar var fyrsti skipulagði úttektardagur öryggisbúra. Bíljöfur opnaði verkstæði sitt fyrir úttektarmönnum og keppendum.
Næstu skoðunardagar hafa verið ákveðnir og hægt að skrá sig hér:
Skoða þarf ÖLL keppnistæki sem eru með öryggisbúri áður en rásleyfi í keppni er gefið.
Keppnistæki í spyrnu sem eru með SFI öryggisbúr á einnig að taka út, taka myndir af og skrá.
Keppnistæki í torfæru sem öll eru með öryggisbúr á einnig að taka út, taka myndir af og skrá.