Skráning hafin í 2.umferð Íslandsmóts í kappakstri

12.7.2021

Kvartmíluklúbburinn tekur nú á móti skráningum fyrir 2. umferð Íslandsmóts í kappakstri 2021 sem haldin verður á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 24. júlí 2021.

http://skraning.akis.is/keppni/300

Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, reglum AKÍS og sérreglum keppninnar.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum ökutækja með frávikum skilgreindum í sérreglum keppninnar:

Bílar -  FORMULA 1000 kappakstursbílar
Bílar - Standard 1000 kappakstursbílar
Bílar - Opinn flokkur kappakstursbíla
Bílar - Opinn flokkur fjöldaframleiddra bíla
Bílar - Hot Wheels
Bílar - Hot Wheels Junior
Bílar - Hot Wheels SPORT
Bílar - Hot Wheels TURBO

Ræst er í riðlum í þessari keppni.

Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.

Veittir verða verðlaunagripir fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum flokkum skv. lokaúrslitum.