Í dag er alþjóðlegi sjálfboðaliðadagur FIA. Akstursíþróttasamband Íslands vill koma innilega þökkum til allra þeirra sem hafa unnið í akstursíþróttum. FIA veitir verðlaun ár hvert til að viðurkenna þau góðu störf sem sjálfboðaliðar eru að vinna. Okkur þykir sönn ánægja að FIA hafi valið Lindu Dögg Jóhannsdóttur úr fjölda tilnefninga sem bárust til FIA og fær hún verðlaunin að vera FIA BEST TRACK/ROAD MARSHAL OF THE YEAR.
Við viljum óska Lindu innilega til hamingju með þessi verðlaun og þökkum henni fyrir þau störf sem hún hefur verið að vinna undanfarin ár.