Akstursíþróttamaður ársins og Íslandsmeistarar í akstursíþróttum 2013

23.10.2013

Akstursíþróttamaður ársins 2013 verður tilkynntur á lokahófi Akstursíþrótta sem fram fer að kvöldi 26. Október. Akstursíþróttasamband Íslands hefur tilnefnt sex ökumenn sem koma til greina sem Akstursíþróttamaður ársins.

  • Grétar Franksson - Spyrna
  • Guðmundur Ingi Arnarson - Go Kart
  • Gunnar Viðarsson - Rallycross
  • Henning Ólafsson - Rally
  • Ólafur Bragi Jónsson - Torfæra
  • Þórir Örn Eyjólfsson - Drift

Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands verður haldið á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Í lokahófinu verða krýndir Íslandsmeistarar í öllum greinum akstursíþrótta.

Sýnd verða myndbrot úr ýmsum keppnum í ár og e.t.v bryddað upp á frægðarsögum sem gætu kitlað hláturtaugar viðstaddra.

Verðlaunaafhending Íslandsmeistara ársins fer fram að borðhaldi loknu.

Um tónlistina sér hinn vinsæli Jón Gestur sem m.a er DJ á Thorvaldsen bar og heldur uppi stuðinu fram í nóttina með okkur.

Að þessu sinni er Lokahófið í umsjá BÍKR.

Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 20:00.

Athugið að ekki er selt sérstaklega inn á verðlaunaafhendinguna.

Sjá nánar hér: