Keppni á Reykjavíkurleikunum eða RIG eins og þeir eru kallaðir eru nú í fullum gangi og keppt í hinum ýmsu greinum víðua um höfuðborgarsvæðið. Á laugardaginn verður keppt í svokölluðum Rallýspretti á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði. Rallysprettur er frábrugðin því sem hefðbundið rally er, þar sem keppt er á stuttum leiðum eða í þessu tilfelli á lokaðri hringakstursbraut.
BÍKR heldur þessa glæsilegu keppni. Miðasala er á :https://www.corsa.is/is/register/105
Yngsta liðið sem skráð er til keppni eru bræður. Adam Máni Valdimarsson verður yngsti keppandinn, en hann er aðeins 14 ára gamall. Hann mun reyndar ekki keyra því hann er skráður sem aðstoðarökumaður fyrir bróðir sinn, Daníel Jökul Valdimarsson, sem er aðeins 16 ára.
Fjöldi reynslumeiri keppanda eru á mótinu og má þar nefna Almar Viktor Þórólfsson, Birgi Guðbjörnsson, Birgi Kristjánsson og Daniel Victor Herwigsson. Að ógleymdum aldursforsetanum, Þorsteini Svavari McKinstry sem 64 ára og hefur rúma fjóra áratugi undir belti í mótorsporti.
Sjá nánar á:https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2023-02-02-samtals-30-ara-gomul-ahofn-i-rallykeppni-a-rig