Rally er fjölskyldusport-Miðasala á keppni helgarinnar.

2.2.2023

Keppni á Reykjavíkurleikunum eða RIG eins og þeir eru kallaðir eru nú í fullum gangi og keppt í hinum ýmsu greinum víðua um höfuðborgarsvæðið. Á laugardaginn verður keppt í svokölluðum Rallýspretti á Kvart­mílu­braut­inni í Hafnar­f­irði. Rallysprettur er frábrugðin því sem hefðbundið rally er, þar sem keppt er á stuttum leiðum eða í þessu tilfelli á lokaðri hringakstursbraut.

BÍKR heldur þessa glæsilegu keppni. Miðasala er á :https://www.corsa.is/is/register/105

Yngsta liðið sem skráð er til keppni eru bræður. Adam Máni Valdi­mars­son verður yngsti kepp­and­inn, en hann er aðeins 14 ára gam­all. Hann mun reyndar ekki keyra því hann er skráður sem aðstoðarökumaður fyrir bróðir sinn, Daní­el Jök­ul Valdi­mars­son­, sem er aðeins 16 ára.

Fjöldi reynslumeiri keppanda eru á mótinu og má þar nefna Alm­ar Vikt­or Þórólfs­son, Birgi Guðbjörns­son, Birgi Kristjáns­son og Daniel Victor Herwigs­son. Að ógleymdum aldursforsetanum, Þor­steini Svavari McKins­try sem 64 ára og hefur rúma fjóra áratugi undir belti í mótor­sporti.

Sjá nánar á:https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2023-02-02-samtals-30-ara-gomul-ahofn-i-rallykeppni-a-rig