Gran Turismo 7 og Ísland

4.5.2023

Þann 20. apríl 2023 urðu þau tímamót að Polyphony Digital sem gefur út leikinn Gran Turismo, viðurkenndi Ísland sem þjóð eftir að gengið hafði verið frá höfundarréttarmálum. Þó er sá hængur á að hafi keppnisröð og reglur verið gefnar út fyrir þá dagsetningu mun Ísland ekki að finna á lista yfir gjaldgengar þjóðir, heldur aðeins í þeim keppnum / keppnisröðum sem kynntar eru eftir dagsetninguna.

Þetta þýðir að nú hefur loks opnast sá möguleiki fyrir íslenska Gran Turismo ökuþóra, að vera gjaldgengir í formlegar keppnir á vegum Polyphony Digital/Gran Turismo, til dæmis Nations- og Manufacturers Cup í Gran Turismo World Tour mótunum, sem og Olympic Esport Series, en síðarnefndur viðburður fer fram í júní í Singapúr.

Glöggir spilarar hafa eflaust orðið þess varir að nú standa yfir tímatökur innan Sport Mode í Gran Turismo 7, þar sem keppendur takast á við að setja hraða hringi á Deep Forest brautinni með það að markmiði að öðlast þáttökurétt í áðurnefndu Olympic Esport Series móti. Að tímatökum loknum eru það tíu efstu þjóðirnar sem komast áfram.

Nú er því tækifæri til þess að láta ljós þitt skína og setja á blað þinn hraðasta hring, með von um að geta tekið slaginn með þeim hröðustu í heimi!

Olymipic Esport Series