Íslandsmót í nákvæmnissparakstri rafbíla

14.6.2023

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Íslandsmót í nákvæmnissparakstri rafbíla, en það er sambland af nákvæmisakstri og sparakstri. Leyfðar bifreiðar eru knúnar vetni eða rafmagni einvörðungu.

Nákvæmnisakstur er akstur þar sem ekið er eftir leiðarbók ákveðin leið og ákveðna hluta leiðarinnar þarf að aka á ákveðnum hraða. Síðan er tími tekinn á ákveðnum stöðum á leiðinni og refsistig gefin fyrir þann tímamun sem keppandinn á að vera þar og er þar.

Keppnin byrjar á því að bifreiðar eru hlaðnar eftir hádegi þann 23. júní 2023 og leggja síðan af stað kl. 20:00 í fyrstu lotu. Áætlað er að komið sé til baka til Reykjavíkur kl. 1:15 um nóttina. Þá eru bifreiðarnar hlaðnar fyrir aðra lotu sem hefst kl. 11:00 á laugardagsmorun og lýkur kl. 15:30 á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði. Þar verða úrslit kynnt og verðalaun veitt.

Þetta er ein af fáum greinum akstursíþrótta þar sem óbreyttar bifreiðar mega keppa og aldrei er farið út fyrir ramma umferðarlaga í einu né neinu. Hámarkharði er þannig ávallt undir leyfðum hámarkshraða, en getur breyst þó nokkrum sinnum á leiðinni. Það er alveg jafn krefjandi, ef ekki meira krefjandi, að þurfa að aka á "réttum" fyrirframákveðnum hraða, heldur en að aka "á fullu" alla leið.

Þeir sem vilja fræðast meira um þetta eru beðnir um að senda póst á tryggvi@erally.is eða hringja í 692 3672.


Skráning í EcoRally 2023
a