Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands verður í Golfskálanum Akranesi þann 4. nóvember næstkomandi.
Nánari dagskrá verður birt næstu helgi.
Um er að ræða borðhald þar sem boðið verður upp á m.a. steikarhlaðborð og eftirrétt.
Verð fyrir aðganginn og mat er 9.800 kr.
Vinsamlegast skráið ykkur hér og tilgreinið fjölda miða. Skráningafrestur er út fimmtudaginn.