Ársþing AKÍS haldið í annað sinn

29.3.2014

Akstursíþróttasamband Íslands hélt sitt annað ársþing föstudaginn 28. mars
til laugardagsins 29. mars 2014.

Stjórn AKÍS 2014

Stjórn AKÍS 2014

Guðbergur Reynisson var kjörinn formaður sambandsins. Auk hans voru kjörnir
í stjórn: Gunnar Bjarnason, Einar Gunnlaugsson og Ari Jóhannsson  til tveggja
ára, Ragnar Róbertsson, Tryggvi M Þórðarson og Þórður Bragason til eins árs
og í varastjórn voru kjörnir Helga Katrín Stefánsdóttir, Jón Bjarni Jónsson
og Gunnar Hjálmarsson.

Á þingið mættu kjörmenn frá 9 íþróttafélögum sem stunda akstursíþróttir auk
fulltrúa frá viðkomandi héraðssamböndum og íþróttabandalögum.

Gunnar Bragason gjaldkeri stjórnar ÍSÍ þakkaði fyrir gott samstarf á síðustu
árum og flutti góðar kveðjur frá forseta og framkvæmdastjórn ÍSÍ. Hann
þakkaði stjórn AKÍS fyrir vel unnin störf og sagði einnig að fjármál
sambandsins væru í góðum málum og Akstursíþróttasamband Íslands hafi alla
burði til að verða eitt af öflugustu íþróttasamböndum landsins.

Auk hefðbundinnar dagskrár ársfundar var fjallað um mál eins og t.d.
keppnisráð, keppnisreglur, keppnir og skilyrði ásamt mótakerfi og
framtíðarstefnu.