Karl Gunnlaugsson, athafna- og akstursíþróttamaður, er látinn 57 ára að aldri.
Karl vann fjölda Íslandsmeistaratitla á ferli sínum og var kjörinn akstursíþróttamaður ársins 1991. Hann var einn fyrsti íslenski keppandinn að keppa í akstursíþróttum erlendis á götuhjólum. Sem og enduro og spyrnukeppnum hér heima.
Karl var virkur í félagstarfi í kringum akstursíþróttir, sat hann í stjórn LÍA, Landsamband Íslenskra Akstursíþróttamanna í allmörg ár. Einnig sat hann í stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins um árabil. Karl var ennfremur einn hvatamanna að stofnun MSÍ, Mótorhjóla- og snjósleðasambandsins. Var Karl formaður sambandsins og sat í stjórn um árabil.
Akstursíþróttasamband Íslands vottar fjölskyldu Karls innilegar samúðarkveðjur.