FIA leitar framtíðarleiðtoga í Akstursíþróttum í gegnum FIA Immersion 2024.

21.5.2024

Ert þú framtíðarleiðtogi í Akstursíþróttum?

FIA leitar framtíðarleiðtoga í Akstursíþróttum í gegnum FIA Immersion 2024.

Leitað er eftir umsóknum ungs fólks á aldrinum 25-35 ára til þess að taka þátt í yfirgripsmiklu námskeiði sem að meðal annars gefur þáttakendum tækifæri til að:

  • Kynnast starfsemi FIA
  • Hitta sérfræðinga FIA og kynnast verkefnum þeirra.
  • Mynda tengslanet meðal kollega erlendis sem nýta má til framtíðar.

 

Óskað er eftir umsóknum/tilnefningum frá aðildarfélögum ásamt eftirfarandi fylgigögnum:

  • Ferlilskrá á ensku. (störf tengd akstursíþróttum)
  • Kynningarbréf sem lýsir metnaði viðkomandi til þess að taka þátt í FIA Immersion 2024.
  • Nýleg mynd af einstaklingi (passamynd)

 

Einn einstaklingur verður sendur fyrir hönd AKÍS og greiðir FIA ferðakostnað, gistingu og uppihald.