Núna þessa daganna eru að fara fram Motorsport Games 2024. Keppni á milli þjóða. Alls eru í kringum 700 keppendur skráðir á leikanna í tuttugu og tveim keppnisgreinum.
Keppnin að þessu sinni fer fram í Valencia á Spáni.
Við hjá Akstursíþróttasambandinu erum að taka þátt í leikunum í annað skipti. Þetta árið með tvö keppendur í Esport.
Sigurgeir Lúðvíksson er að taka þátt í sínum fyrstu Motorsport Games leikum. Hann keppir í keppnisgreinni GT. Þar eru fimmtíu og sjö þjóðir sem taka þátt. Sigurgeir hefur ekið stórkostlega og hefur náð þeim árangri að komast í undanúrslit. Sem verða keyrð á morgun. Verður spennandi að sjá hvort hann ná inn í úrslitinn.
Hákon Darri Jökulsson er á sínum öðrum leikum. Í ár er hann að taka þátt í Formula 4. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppnisgrein er á leikunum og alls eru skráðar fimmtíu og fimm þjóðir til leiks. Hákon átti ekki góðar tímatökur og komst ekki inn í 32 manna úrslitin. Hann fékk að taka þátt í keppni um síðustu sætin í undanúrslitum. Þar náði hann svo sannarlega að sýna að hann er einn af okkar fremstu mönnum í keppnisgreinni hann var alla þá keppni að berjast um annað sætið. Hákon endaði að ná inn í undanúrslitinn með að klára sinn riðill í fjórða sæti.
Síðasti keppnisdagur Esport er á morgun þar sem verður keppt bæði í undanúrslitum og úrslitum.
Við fylgjumst áfram með þeim hér í Valencia, áfram Ísland.