Ársþing AKÍS fór fram í dag.
8.3.2025
Þrettánda ársþing Akstursíþróttasamband Íslands fór fram í dag.
Framboð til formanns barst frá Jón Þór Jónssyni og var hann þá sjálfkjörinn.
Stjórn voru þau kjörin til næstu tveggja ára Sigurður Ingi Sigurðsson, Linda Karlsdóttir og Halldór Viðar Hauksson.
Þá voru þau Ari Halldór Hjaltason, Andri Már Sveinsson og Ásta Sigurðardóttir kjörin sem varamenn.
Í stjórn sitja áfram þau Baldvin Hansson, Páll Jónsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.
Á þingið mættu kjörmenn frá tíu íþróttafélögum sem stunda akstursíþróttir.
Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Hafsteinn Pálsson sem gengdi einnig starfi þingforseti. Veitt voru tvö gull heiðursmerki á þinginu.
Þeir sem hlutu Gullmerki AKÍS að þessu sinni voru þeir Tryggvi M Þórðarson og Valur Jóhann Vífilsson.
Við óskum þeim innilega til hamingu.
Við óskum nýja stjórn velkomna til starfa og þökkum fráfarandi stjórn fyrir samstarfið.