Á sunnudaginn kemur verður önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru haldin í Jósepsdal.
.
Það er Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina, en helmingur ágóðans af keppninni mun renna beint til styrkarfélags krabbameinssjúkra barna en þetta er í þriðja skiptið sem að AÍFS hefur þennan háttinn á.
Keppnin hefst kl. 13.00 og verður sem fyrr segir í Jósepsdal, beint á móti Litlu kaffistofunni. Frítt er fyrir börn, 12 ára og yngri, en fullorðnir greiða 1.500 kr. í aðgangseyri. Gott er að koma tímanlega á staðinn.
Aðalstyrktaraðili torfærunar er Poulsen ásamt Bílar og Hjól. Einnig koma fleiri fyrirtæki að þessu með AÍFS.