Að loknum vel heppnuðum bíladögum.

22.6.2022

16.-18. júní sl. fór Bíladagar fram að venju fram á Akureyri.

Þann 16. júní var byrjað á Driftleikum þar sem fjölmargir tóku þátt.

Í fyrsta sæti varð Fannar Þór  með 100 stig. Sérstök heiðursverðlaun fyrir "Best in show" varð Ingólfur Þór.

17. júní var svo haldinn glæsileg bílasýning, í Boganum að venju. Þessi vel uppgerð dráttarvél af Farmall gerð í eigu Hannesar Kristjánssonar vekur alltaf mikla athygli enda gripurinn vel úr garði gerður.

Að kvöldi 17. júní var svo haldin sandspyrna. Ágætlega var mætt í spyrnuna en veðrið hefði mátt vera betra. Norðvestan átt 5 m/s og réttt rúmlega 8 hiti með ringingu. Keppendur létu það þó ekki stoppa sig og tókst keppnin með ágætum.

Laugardaginn 18. var svo komið að götuspyrnu og seinna um daginn glæsilegri  burnout keppni.

Alls voru birt úrslit úr 11 flokkum í götuspyrnunni en sá sem þetta ritar hefur ekki staðfest úrlist undir höndum úr burnout keppninni.