Afreksbúðir ÍSÍ eru ætlaðar ungmennum á aldrinum 15-18 ára (árgangar 2004-2007) Á hverju ári heldur ÍSÍ afreksbúðir fyrir ungmenni til að ná enn betri árangri í sínum íþróttagreinum.
Þann 4. mars næstkomandi verður fyrirlestur um það hvernig sjálfsþekking eykur líkurnar á að ná árangri. Sigrún Fjeldsted, fyrrum afrekskona í spjótkasti, námsráðgjafi og markþjálfi heldur þann fyrirlestur sem fer fram í Laugardalshöll klukkan 13:00.
Skráningarfrestur rennur út 17.febrúar