Gunnlaugur Rögnvaldsson, blaðamaður og ljósmyndari, lést 9. apríl síðastliðinn, á 63. aldursári.
Gunnlaugar var mikill áhugamaður um akstur og íþróttir tengdar þeim en hann keppti í rallakstri og torfæru á bæði á Íslandi og erlendis. Þekktastur er hann þó fyrir að vera brautryðjandi í íþróttaumfjöllun um akstursíþróttir á Íslandi og þá sérstaklega Formúlu eitt. Gunnlaugur var umsjónarmaður og lýsandi Formúlu eitt hérlendis frá árinu 1997 og hlaut mikið lof fyrir fagmennsku sína á því sviði og tók hann viðtöl við öll stærstu nöfn sem tengjast þeirri íþrótt, allt frá ökumönnum yfir í keppisstjóra.
Akstursíþróttasamband Íslands vottar fjölskyldu Gunnlaugs innilegar samúðarkveðjur.