Aukið vægi í Rallykeppni BÍKR 26.júní 2021
9.6.2021
Að beiðni BÍKR hefur sú breyting hefur orðið á keppnisdagatali AKÍS að 2.umferð í Íslandsmóti í Rally á vegum BÍKR hefur nú aukið vægi upp á 1,25 þar sem eknar sérleiðir í keppni eru 160km að lengd.
Keppnisráð í Rally fundaði um beiðnina og telja þeir að grein 4.10.1.a.ii sé uppfyllt er varðar lengd sérleiða og því fái keppnin vægið 1,25
Sjá má slóð á fundargerð keppnisráðsins neðst í fréttinni.
- GREIN 4.10 ÁKVÖRÐUN ÍSLANDSMEISTARA
- 4.10.1.a.ii Séu eknar sérleiðir í keppni að lágmarki 160 km að lengd fær vægi stiga í keppni stuðulinn 1,25.
Hér má sjá fundargerðir keppnisráðs AKÍS í Rally
Rally