1. umferð í Rallycrossi fór fram um helgina.

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Rallycrossi fór fram um helgina 38 keppendur voru skráðir til leiks í sex keppnisflokkum. Það var Akrstursíþróttafélag Hafnarfjarðar sem hélt þessa keppni. Mikill spenna var í keppninni og baráttan var hörð í flestum flokkum.  Annað árið í röð er unglingaflokkurinn stæðstur þar voru skráðir 16 unglingar á aldrinum 15 - 17 […]

Lesa meira...

1.umf í Sandspyrnu aflýst

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu sem átti að fara fram laugardaginn 14 maí hefur verið aflýst.

Lesa meira...

Sindra torfæran var um helgina.

Sindra torfæran á Hellu var haldin um helgina um var að ræða fyrstu og aðra umferð Íslandsmótsins í torfæru.  Aðeins var ekin sérútbúni flokkurinn í þessari keppni þar sem náðist ekki skráning í götubílaflokkinn. 16 keppendur voru skráðir til leiks og mikill spenna var hjá keppendum og keppnishöldurum. Keppnin var hörð á milli manna og […]

Lesa meira...

Kynningarfundur keppenda

Í tilefni af því að nú er nýtt keppnistímabil að hefsjast boðar AKÍS til fundar fyrir keppendur og aðra áhugasama þar sem þær reglur sem gilda um akstursíþróttir verða kynntar. Fundargestum gefst einnig færi á að koma ábendingum á framfæri eða leggja spurningar fyrir fulltrúa sambandsins sem munu leitast við að svara þeim eftir bestu […]

Lesa meira...

Sindratorfæran um helgina

Sindratorfæran um Helgina Flugbjörgunarsveitin á Hellu og AÍNH halda keppnina í 48. skiptið á akstursíþróttasvæði sínu rétt austan við Hellu. Keppnin er liður í íslandsmeistaramótinu í torfæru en 1 og 2 umferðin fara fram að þessu sinni. Keppnin hefst kl 11 báða daga. Eknar verða 6 brautir hvorn dag í sandbrekkum ánni og mýrinni. Síðastliðin […]

Lesa meira...

Öryggisfulltrúa námskeið

Öryggisfulltrúa námskeið AKÍS verður haldið mánudaginn 2 maí kl 19:30. Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Það er öryggisráð sem heldur þetta námskeið og við hvetjum alla sem eru að starfa sem öryggisfulltrúar ásamt þeim sem hafa áhuga á því starfi að endilega að skrá sig.   Skráning er  hafin: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScqOa7yAGOl5G41co0h2pnOSU5zwqiTfoed5PEMo78O9vIC6Q/viewform

Lesa meira...

Dómnefndar námskeið

Dómnefndar námskeið AKÍS verður haldið laugardaginn 23 apríl kl 13:00 og mánudaginn 25 apríl kl 20:00 Þetta námskeið eru tveir dagar. Námkeiðið er haldið á netinu í gegnum Zoom. Skráning á námskeiðið fer fram hér.   Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast störfum dómnefndar. Komdu og vertu með.

Lesa meira...

Keppnisstjóra námskeið

Keppnisstjóra námskeið AKÍS verður haldið á fimmtudaginn 7 Apríl kl 20:00. Námskeiðið er haldið á netinu í gegnum Zoom. Skráning er hafin: https://docs.google.com/.../1FAIpQLSckIk5hO1MQMV.../viewform Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga að kynnast störfum keppnisstjóra. Komdu og vertu með

Lesa meira...

Öryggisráð

Við hjá Akstursíþróttasambandi Ísland erum að leita eftir aðilum til að sinna öryggismálum í akstursíþróttum. Innan AKÍS starfar öryggisráð sem vinnur í að byggja upp betra öryggi í kringum allar keppnisrgreinar á vegum sambandsins. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í þessu ráði er bent á að hafa samband á netfangið akis@akis.is

Lesa meira...